Hvað er að frétta af hagnýtingu gagna á Íslandi?
Hvað er að frétta af hagnýtingu gagna á Íslandi?
Gervigreind, vefþjónustur og auðveldari notkun gagna
Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.
Hagnýting gagna hefur ótal kosti í för með sér. Hagnýting gagna er hins vegar stutt á veg komin hér á landi en á viðburðinum ætlum við að fara yfir nokkur verkefni sem munu auka hagnýtingu gagna til muna. Ef þú hefur áhuga á gögnum þá máttu ekki láta viðburðinn framhjá þér fara!
Umfjöllunin er um hvað hið opinbera er að gera til að auka aðgengi að gögnum meðal annars með nýrri vefþjónustugátt Ísland.is, námskeið fyrir alla þjóðina í gervigreind og hvernig nýsköpunarfyrirtæki vinnur að þau að auðvelda notkun gagna. Þá heyrum við af vegferð Reykjavíkurborgar í gagnamálum sem er mjög metnaðarfull.
Dagskrá:
11:55 Útsending hefst
12:00 Stefna um stafræna þjónustu - hvað segir hún um gögn?
Stefna stjórnvalda um stafræna þjónustu er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Erindið fjallar um það hvernig hið opinbera ætlar að auka hagnýtingu gagna og aðgengi að þeim til þess að ná fram markmiðum stefnunnar. Fjallað verður sérstaklega um nýja vefþjónustugátt Ísland.is og hvaða hlutverki hún hefur að gegna til að auka aðgengi að opinberum gögnum.
Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi hjá Stafrænu Íslandi
12:15 Gagnavísindi hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg er á hraðri vegferð í gagnamálum og verður í erindinu fjallað um hvernig sýn þeirra á þessi mál eru. Einnig verður fjallað um hvað þau eru að gera þessa dagana til að auka hagnýtingu gagna, styðja við gagnadrifna ákvörðunartöku og skapa virði úr gögnum til að auðga þjónustuupplifun borgarbúa.
Óli Páll Geirsson, gagnastjóri Reykjavíkurborgar
12:30 Námskeið í gervigreind - fyrir alla!
Kynning á opnu vefnámskeiði um gervigreind. Námskeiðið er hannað til að vera aðgengilegt flestum, óháð aldri, starfsreynslu eða öðru. Við fáum kynningu á því af hverju við ættum öll að taka námskeiðið. Áhersla í námskeiðinu, sem er að finnskri fyrirmynd, er á að efla grunnskilning almennings á gervigreind og tengdri tækni. Forsætis- og fjármála og efnahagsmálaráðuneytin fara fyrir verkefninu í samstarfi við Stafrænt Ísland, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Áfanginn hefur hlotið athygli um alla Evrópu og nú er komið að Íslandi!
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands
12:45 Einfaldari hagnýting opinna gagna
Í þessum fyrirlestri fáum við að kynnast nálgun Snjallgagna til að auka hagnýtingu opinna gagna og leysa sum af tímafrekari viðfangsefnum þeirra sem vinna við að hreinsa og auðga gögn.
Stefán Baxter, framkvæmdastjóri Snjallgagna ehf.
13:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.
-
21. apríl 2021