Skip to main content

Notendamiðuð hönnun sem bætir þjónustu og eykur ánægju

Notendamiðuð hönnun sem bætir þjónustu og eykur ánægju

24. mars 2021         kl. 12:00 - 13:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.

stefan         ingibjorg

Að þessu sinni munu tveir sérfræðingar á sviði vefhönnunar, þar sem notandinn er í fyrirrúmi (e. user experience eða UX), miðla af reynslu sinni.

Stefan Grage er sjálfstætt starfandi vefhönnuður, forritari og efnishöfundur. Hann hefur komið að gerð meira en 50 vefja undanfarinn áratug og kennt þúsundum nemenda við upplýsingatækniháskólann í Kaupmannahöfn og KEA (hönnunar- og tækniháskólann í Kaupmannahöfn). Helsta áhugamál hans er „villtu hliðar vefhönnunar“ - stefnur eins og „maximalismi“, „brútalismi“ og „andhönnun“.

Ingibjörg Kristinsdóttir hefur unnið í Svíþjóð síðustu 10 árin sem UX- og þjónustuhönnuður, þar á undan starfaði hún með notendaupplifun hjá Íslandsbanka. Núna er Ingibjörg að vinna að verkefni fyrir SL, fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur í Stokkhólmi. Verkefnið felst í því að skoða hvernig upplifunin á að vera af almenningssamgöngum í Stokkhólmi árið 2030. Það snýr ekki eingöngu að notendum þjónustunnar heldur einnig innviðum SL og getu þeirra til þess að skapa upplifunina fyrir notendur. Á meðal annarra viðskiptavina Ingibjargar eru H&M, Google, Barnaheill í Svíþjóð, Swedbank og TUI.

Allir þeir sem koma að vefmálum með einhverjum hætti og ekki síst þeir sem vilja bæta upplifun notenda af sínum vefjum, ættu að hafa bæði gagn og gaman af þessum erindum.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:01   Surprise and delight and brand personas in web design
Positive surprises make memorable experiences, and creating memories is one of the strongest tools in online marketing. So how can you make small surprises in your web designs, in order to make the websites memorable? In this talk, Stefan Grage will delve into the UX term “Surprise and Delight,” which is essentially all about the small, memorable details in web design: Graphics, Animation, micro interactions, micro copy, design, personality and identity.
Stefan Grage, Københavns Erhvervsakademi

12:30   Þjónustuhönnun
Að teikna upp „Customer Journey“ er góð leið til þess að fá heildarsýn yfir upplifun viðskiptavinar af ákveðinni þjónustu. En það er bara byrjunin - Ingibjörg Kristinsdóttir, þjónustuhönnuður hjá Antrop í Stokkhólmi, ætlar að sýna okkur hvernig við notum „Customer Journeys“ til að þróa og betrumbæta þjónustuna og þar með skapa ennþá betri viðskiptavinaupplifun sem byggir á raunverulegum þörfum viðskiptavinarins.
Ingibjörg Kristinsdóttir, Antrop (Stockholm)

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Elva Ósk Gylfadóttir, Háskóli Íslands

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.


20210324 121022
20210324 124315

  • 24. mars 2021