Skip to main content

Aukinn hraði stafrænnar þróunar hins opinbera

- FJARRÁÐSTEFNA -

Aukinn hraði stafrænnar þróunar hins opinbera

 27. maí 2020 kl. 12:00 - 13:00+  ical icon  google cal icon

Verð - Frítt fyrir alla

 

Efni ráðstefnunnar er í takt við þá hröðu innleiðingu á stafrænum lausnum sem nú er í gangi á tímum Covid-19. Margar af þessum lausnum voru þegar tilbúnar á meðan aðrar voru aðlagaðar hratt þannig að hægt væri að nota þær nú þegar allir fóru að nýta tæknina og tóku stórt stökk  inn í heim stafrænna lausna.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Stafræn vegferð hins opinbera
Andri fer yfir framtíðarsýn Stafræns Íslands og framþróun stafrænnar opinberrar þjónustu með þróun á opnum hugbúnaði í samstarfi við atvinnulífið.
Andri Heiðar Kristinsson, Stafrænt Ísland

12:15   Fjármál á Ísland.is
Vilhjálmur mun fara yfir stafrænar lausnir sem Fjársýslan hefur verið að þróa með Stafrænt Ísland. Hann mun fara yfir innleiðingu á útsendum reikningum, fjármál á Ísland.is og nýjar greiðslugáttir.
Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson, Fjársýsla ríkisins

12:30   Um stafræna vegferð Landspítala á Covid tímanum
Björn segir frá stafrænum verkefnum sem Landspítali hefur unnið að á sl. mánuðum. Innleiðingu á Office og þróun apps fyrir sjálfsþjónustu sjúklinga og fjarheilbrigðisþjónustu sem þeir unnu með SideKickHealth.
Björn Jónsson, Landspítali

12:45  Smáforritið Rakning C-19
Ægir fjallar um ferlið við þróun á rakningarappinu fyrir Embætti landlæknis og samstarf ólíkra fyrirtækja sem saman þróuðu smáforritið á mettíma.
Ægir Giraldo Þorsteinsson, Aranja

13:00+   Fundarslit

Fundarstjóri: Fjóla María Ágústsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga


20200527 121736
20200527 121743
20200527 123530
20200527 123537
20200527 124523
20200527 124543
20200527 124606
20200527 124622
20200527 124627
20200527 125356
20200527 130359
20200527 130405
20200527 130411
20200527 130419

  • 27. maí 2020