Birting gagna með mælaborðum
- FJARRÁÐSTEFNA -
Birting gagna með mælaborðum
Hvað ber að hafa í huga og hvernig hafa aðrir gert þetta?
Tenglar á útsendinguna og upptökur
Facebook síða Ský: https://www.facebook.com/SkyrslutaeknifelagIslands/live/
YouTube rás Ský: https://youtu.be/JNzpAuQOW0A
Mikil vakning hefur orðið hér á landi um notkun mælaborða til þess að setja fram upplýsingar um fjölþætt málefni á gagnsæjan hátt. Fjölbreytileiki mælaborða hérlendis er orðinn mjög mikill og fyrirtæki og stofnanir mjög hugmyndarík í framsetningu gagna. Hröð þróun hefur verið í þessum efnum og því orðið tímabært að kynna mismunandi leiðir sem farnar hafa verið og taka umræðuna um hvað sé mikilvægt að hafa í huga þegar birta á gögn á netinu. Á viðburðinum munu aðilar sem hafa ríka reynslu af mælaborðum kynna einstaklega vel framsett mælaborð sem þeir hafa haft aðkomu að. Umræðan verður um hvað þeirra reynsla hefur kennt þeim sem gott væri fyrir okkur hin að hafa í huga við gerð mælaborða. Þeir sem hafa áhuga á skýrri framsetningu gagna eru hvattir til að mæta og fræðast um þennan ört vaxandi vettvang til þess að miðla upplýsingum á nýstárlegan hátt.
Dagskrá:
11:55 Opnað fyrir útsendingu
12:00 Mælaborð ferðaþjónustunnar: Öll gögn tengd ferðaþjónustu á einum stað
Mælaborð ferðaþjónustunnar var opnað 2017 þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. Á þessu fyrirlestri verður stutt yfirferð á tilurð og tilgangi Mælaborðs ferðaþjónustunnar og farið yfir helstu vandamál í tengslum við framkvæmdina og hvernig unnið var úr þeim.
Jakob Rolfsson, Ferðamálastofa
12:20 Mælaborð fyrir káta grallara
Meniga hefur útfært mælaborð til að auka gagnsæi og yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins. Þessi mælaborð hjálpa starfsmönnum að fylgjast með í rauntíma hvaða vinna á sér stað í öðrum deildum og öðrum löndum, sem og hvaða viðskiptavinir fá áherslu hverju sinni.
Ingvi Gautsson, Meniga
12:40 Gagnvirk birting á lýðheilsuvísum – mælaborð lýðheilsu
Birting lýðheilsuvísa er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu eftir búsetu. Fjallað verður um lýðheilsuvísa, þróun þeirra og birtingu, þ.á.m. gagnvirka framsetningu á vef.
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Védís Helga Eiríksdóttir, Embætti landlæknis
13:00+ Fundarslit
Fundarstjóri: Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
-
13. maí 2020