Heilbrigðisráðstefnan - Rafræn sjúkraskrá - hvert stefnum við?
Heilbrigðisráðstefnan
Rafræn sjúkraskrá - hvert stefnum við?
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.
Sætindi og kaffi/te á eftir
Aðgangur að sjúkraskrárupplýsingum er forsenda þess að heilbrigðisþjónusta sé örugg og skilvirk. Með framþróun í upplýsingatækni eru stöðugt að myndast ný tækifæri sem geta aukið gæði heilbrigðisþjónustu leyst fyrirliggjandi vandamál. Erindin á þessum hádegisfundi munu fjalla um stöðu og stefnu í sjúkraskrármálum á Íslandi.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:05 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Samvinna í sjúkraskrá - reynsla sjúkrahúss Akureyrar
Ragnheiður Halldórsdóttir, Sjúkrahúsið á Akureyri
12:40 Er tímabært að hafa einn sjúkraskrárgrunn á Íslandi?
Ingi Steinar Ingason, Embætti Landlæknis
13:00 Heilbrigðisupplýsingar á Íslandi og samtengd sjúkraskrá
Fjallað um tækifæri sem felast í samtengdri sjúkraskrá til að efla einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu.
Héðinn Jónsson, Origo
13:20 Heilsubrunnur Háskóla Íslands
Við Háskóla Íslands er í samstarfi við Landlækni og fleiri stofnanir unnið að nýjum aðferðum við að nálgast heilbrigðisgögn vegna vísindarannsókna. Markmið verkefnisins er að auka persónuvernd, bæta gæði gagna og einfalda ferlið við öflun gagna.
Þorvarður Jón Löve, Háskóli Íslands og Landspítali
13:40 Regluvél og gervigreind á íslensk heilbrigðisgögn
Kynning á því hvernig að Landspítalinn notar gervigreind til að spara tíma sérfræðinga og bæta öryggi sjúklinga. Fjallað verður um það hvernig að samtenging sjúkragagna á Islandi getur skilað okkur öfundsverðri stöðu í nýtingu gervigreindar í heilbrigðismálum
Karl Thoroddsen, Landspítali
14:00 Umræður
14:30 Fundarslit
Fundarstjóri: Daníel Ásgeirsson, Landspítali
-
19. febrúar 2020