Internet hlutanna
Hádegisfundur á Grand hóteli
24. október kl. 12-14
Internet hlutanna
Twitter: @SkyIceland #SkyIoT
Fyrsta internettengda “heimilstækið” var kóksjálfsali í Carnegie Mellon Háskólanum 1982, með því að setja nokkra skynjara í kóksjálfsalann og nettengja gátu nemendur athugað það á netinu hvort ferðin að sjálfsalanum borgaði sig. Í dag er áætlað að 23 milljarðar IoT tækja séu komin í rekstur í heiminum.
Internet of Things, IoT, er kerfi áþreifanlegra hluta eða „things“, sem innihalda, rafeindabúnað, hugbúnað, nema og fjarskiptatengingu, sem gerir þeim mögulegt að safna, deila og bregðast við upplýsingum sem þeir afla í umhverfi sínu.
Fyrir alla sem hafa áhuga á fjarskiptum og IoT tækninni.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 The I(IoT) problem
The (Industrial) Internet of Things, (I)IoT, poses many opportunities, but also introduces many risks and challenges. A short review of the history and some typical applications and how they may benefit their users will be given. Risks and challenges of (I)IoT applications will be addressed. In particular, relevant regulations (safety, security, privacy) and compliance issues.
Marcel Kyas, lektor við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
12:40-13:00 Léttband hlutanna
3GPP staðlaráðið hefur gefið út fyrstu útgáfu staðla fyrir svokallað Narrowband IoT, NB-IoT. Sýn hefur hafið tilraunir með þessa nýju tækni, sem við kjósum að kalla léttband, og mun í þessu erindi kynna helstu eiginleika tækninnar, þá athygli sem hún hefur fengið síðustu misserin á heimsvísu, hvernig hún gæti nýst okkur á Íslandi og kynna nokkur tilraunaverkefni sem eru í vinnslu.
Kjartan Briem, Sýn
13:00-13:20 Snjallvæðing orkumæla
Uppbygging snjallra orkumæla, fjarskiptahögun og hvað gerir mælana snjalla.
Hrafn Leó Guðjónsson, Orkuveita Reykjavíkur
13:20-13:40 Leið jarðmælakerfa að interneti hlutanna
Fjarskiptasaga jarðmælakerfa Veðurstofu Íslands, frá hliðrænum radíóum til Internettenginga.
Bergur H. Bergsson, Veðurstofa Íslands
13:40-14:00 30 ára saga IoT og næstu skref
Reynslan á Íslandi af tengdum tækjum á hinum ýmsu fjarskiptastöðlum, frá NMT, GSM, Narrow Band IoT að 5G og næstu skref.
Þór Jes Þórisson, Síminn
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Gerða Sigmarsdóttir, þjónustustjóri Securitas.
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál
Matseðill: Kjúklingabringur með grilluðum kúrbít, bökuðu kartöflusmælki, nýpumauki og Úlla la sósu. Sætindi / kaffi /te á eftir.
Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
-
24. október 2018