Heilbrigðisráðstefnan
HEILBRIGÐISRÁÐSTEFNAN 2018 Á GRAND HÓTELI
MIÐVIKUDAGINN 21. FEBRÚAR KL. 13 - 16:30
"Upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu - byrði eða bjargvættur”
Twitter: @SkyIceland #HeilbRadst
Heilbrigðiskerfi vestrænna þjóða standa frammi fyrir fjölþættum áskorunum. Aldurssamsetning er að breytast, eftirspurn eftir heilbrigðisstarfmönnum fer hratt vaxandi, krafa um aukin gæði verður sífellt skýrari og fjármögnun virðist vera endalaus barátta.
Þeim fer fjölgandi sem telja að hagnýting upplýsingatækni geti gegnt lykil hlutverk í að takast á við hinar fjölbreyttu áskoranir og að fjórða iðnbyltingin muni hafa mikil og varanleg áhrif í heilbrigðiskerfum heimsins.
Á heilbrigðisráðstefnu Fókus verður fjallað um nokkrar áhugaverðar hliðar á hagnýtingu upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Spurningum sem leitast verður við að svara eru m.a:
- Tekur stefnumótun í heilbrigðisþjónustu nægilega mið af tæknilausnum?
- Hvaða áhrif hafa framfarir í upplýsingatækni á heilbrigðisþjónustu?
- Hvernig er best að nýta tæknina og hvað ber helst að varast?
- Geta upplýsingatæknilausnir gert heilbrigðisþjónustuna öruggari og dregið úr óhöppum?
- Stendur kostnaður við innleiðingu tæknilausna okkur fyrir þrifum?
- Er aukin hagnýting upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu byrði eða bjargvættur?
Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsmönnum, stjórnendum heilbrigðisstofnanna, öllum þeim sem þróa og þjónusta tæknilausnir fyrir heilbrigðiskerfið og áhugamönnum um framfarir í heilbrigðisþjónustu almennt.
DAGSKRÁ
12:45 Afhending gagna
13:00 Setning - Opnunarávarp
13:10 Rafræn sjúkraskrá og heilbrigðisnet. Stefna Embættis landlæknis til 2020
Farið verður yfir stefnu embættisins um notkun á upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu fram til ársins 2020. Í stefnunni er áhersla er lögð á að bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu, auka öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu.
Ingi Steinar Ingason, Embætti Landlæknis
13:35 Vöruhús gagna, undirstaða umbóta á Landspítala
Kynning á því hvernig vöruhús gagna leggur grunn að öflugri gagnavinnslu sem nýtist m.a. til umbóta- og gæðastarfs.
Elísabet Guðmundsdóttir, Landspítali
14:00 Og við skráum og skráum, hvað svo?
Sagt frá vannýttum tækifærum hér á landi í þeirri auðlind sem heilbrigðisstarfsmenn skapa á hverjum degi með skráningu í alla mögulega heilbrigðistengda gagnagrunna. Skýrt verður frá notkunarmöguleikum allra þessa upplýsinga til að stýra heilbrigðisþjónustu á skilvirkari hátt, allt frá heilbrigðiskerfinu öllu niður í staka meðferðir einstaklinga með notkun viðskiptagreindartóla.
Hrafnhildur Peiser, Capacent
14:25 Kaffihlé
14:40 Fjarheilbrigðisþjónusta, tækifæri og áskoranir
Yfirlit yfir stöðu mála . Hvað er í boði og hvernig þróunin hefur verið. Draga fram hvað þarf að gera til að heilbrigðiskerfið geti nýtt sér upplýsinga og fjarskiptatækni til að bæta þjónustu við sjúklinga og einnig efla heilbrigðisstarfsmenn.
Sigurður Einar Sigurðsson, Sjúkrahúsið á Akureyri
15:05 Hvernig er hægt að draga úr lyfjatengdum óhöppum með sjálfvirkni
Ívar mun fjalla um hið flókna umhverfi sem lyfjameðhöndlun á sjúkrahúsum er í dag, sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðismenntuðu starfsfólki, og hvernig tæknilausnir munu mögulega hjálpa við lausn vandans.
Ívar S. Helgason, Mint solutions
15:30 Skilvirkni og nýsköpun verkferla í heilbrigðiskerfinu
Fjallað um verkferla í heilbrigðiskerfinu út frá sjónarhóli iðnaðarverkfræðinnar með sérstakri áherslu á jafnvægi milli skilvirkni og nýsköpunar.
Rögnvaldur J. Sæmundsson, Háskóla Íslands.
15:55 Gervigreind/ Heilsa þjóðar
Sigurvegarar í verkkeppni Viðskiptaráðs Íslands munu kynna hugmynd sína um nýtingu gervigreindar í heilbrigðiskerfinu. „Hvernig verður Ísland tæknivæddasta land í heimi árið 2030“
Davíð Þór Jónsson, nemandi í HÍ og Alexander Jósep Blöndal, nemandi í HR
16:20 Fyrirspurnir
16:30 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH
Undirbúningsnefnd: Anna Hafberg - Origo, Birna Björg Másdóttir - Landspítali, Daníel Ásgeirsson - Landspítali, Erla Björnsdóttir - Sjúkrahúsið á Akureyri, Garðar Már Birgisson - Þula, Marta Serwatko - Landspítali
Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
-
21. febrúar 2018