Öryggismál
Hádegisfundur á Grand hóteli
18. október kl. 12-14
"Veður og vindar í öryggisheimum"
Twitter: @SkyIceland #OryggisVedur
Á fundinum verður farið yfir nýjar og auknar áherslur á netöryggi í Evrópu, hvernig bregðast skuli við öryggisatvikum, að hverju ber að huga við gerð öryggisstefnu og einskonar veðurfréttir um þær öryggisógnir sem helst steðja að okkur í dag.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Nýjar og auknar áherslur á netöryggi í Evrópu
Erindið fjallar um glænýja stefnu Evrópusambandsins um netöryggi og ýmsar aðgerðir sem verið er að ráðast í til að efla netöryggi innan álfunnar og munu einnig hafa áhrif á Íslandi.
Sigurður Emil Pálsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti/Netöryggisráð
12:40-13:00 Veður og vindur í öryggisheimum
Einskonar veðurfréttir um þær öryggisógnir sem helst steðja að okkur í dag og hvað við getum gert til að bregðast við þeim.
Svavar Ingi Hermannsson, Security.is
13:00-13:20 Viðbrögð við netglæpum
Fjallað um hvernig bregðast skuli við öryggisatvikum, hvert ber að snúa sér.
Daði Gunnarsson, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
13:20-13:40 Öryggisstefna
Það sem áður var viðfangsefni annarra er nú orðið mitt.
Guðmundur Stefán Björnsson, Sensa
13:40-14:00 Umræður
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Vera Sveinbjörnsdóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um öryggismál
Matseðill: Djúpsteiktur þorskur borinn fram með frönskum, salati og tartarsósu. Sætindi / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.
-
18. október 2017