Skip to main content

Fagmennska í íslenskum vefbransa

Hádegisfundur í Gullteig á Grand hóteli
30. ágúst. kl. 12-14

"Fagmennska í íslenskum vefbransa
- er vefur það sama og vefur?"

Twitter: @SkyIceland #VefSamstarf

Þegar lagt er í vinnu við að setja upp vef eða vefverkefni þurfa yfirleitt margir aðilar að koma að s.s. vefstjórar, vefstofur (hönnuðir, forritarar), kerfisdeildir, vefráðgjafar, auglýsingastofur, ábyrgðaraðilar innan fyrirtækja/stofnana, samráðshópar, hagsmunaaðilar, stjórnendur, o.s.frv.

Vinna við vefsíðugerð er því ögrandi verkefni og krefst þess að verkefninu sé vel stýrt og að allir aðilar vinni saman að settu marki.

En hvernig gengur að fá alla aðila til að vinna að sameiginlegu markmiði? Hversu mikil fagmennska er í íslenska vefgeiranum? 

Á fundinum reynum við að svara þessum spurningum, heyrum reynslusögur frá vef- og verkefnastjórum úr mismunandi umhverfi sem unnið hafa að stórum sem smáum vefverkefnum. Þau munu ræða hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara.

Fundurinn er fyrir alla þá sem tengjast vefgerð eða koma að vefverkefnum á einhvern hátt.

Dagskrá:

11:50-12:05   Afhending gagna

12:05-12:20   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40   Gjöfult samband
                       
Björn Sigurðsson, forsætisráðuneyti

12:40-13:00   Vefurinn okkar
                        Guðleif Árnadóttir, Valitor

13:00-13:20   Eigum við ekki bara að vera vinir?
                     
  Magnús Magnússon, Íslenska auglýsingastofan

13:20-13:40   Enginn er eyland
                        Fannar Ásgrímsson, Sjóvá

13:40-14:00   Pallborðsumræður                           

14:00              Fundarslit

Fundarstjóri: Hildur Óskarsdóttir, Air Iceland Connect
Undirbúningsnefnd:  Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
Matseðill: Grand Borgarinn: 150gr. sérvalið nautakjöt, hægelduð nautakinn, fínskornir sveppir, tómat-lauk “relish”, Dijon sinnep og reykt fetakrem. Sætindi og kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.


IMG 4560
IMG 4566
IMG 4568
IMG 4571
IMG 4573
IMG 4582
IMG 4588
IMG 4593

  • 30. ágúst 2017