Skip to main content

Verkfærakista vefstjórans

Hádegisfundur á Grand hóteli
4. maí kl. 12-14

“Verkfærakista vefstjórans”
- Starf vefstjórans frá ólíkum sjónarhornum -

Twitter: @SkyIceland #verkfaerakista

Starf vefstjórans hefur verið í stöðugri þróun á síðustu árum og eru verkefni vefstjóra gríðarlega fjölbreytt og misjöfn. Það er mjög mikilvægt fyrir vefstjóra, sem og aðra starfandi við vefmál, að auka umræðuna um starfið, deila reynslasögum og skiptast á skoðunum. Á þessum hádegisfundi munu fjórir fyrirlesarar fjalla um starf vefstjórans út frá sjónarhornum markasvefstjórans, verkefnastjóra vefstjórans, tæknilegu hliðinni og efnisritstjórn. Munu þeir veita innsýn í starfið, miðla af reynslu sinni, hvaða tæki og tól þeir nota sem og taka þátt í pallborðsumræðum um verkefni vefstjórans.

Fundurinn er áhugaverður vettvangur fyrir alla þá sem starfa að vefmálum í fyrirtækjum og stofnunum.

Dagskrá:

11:50-12:05     Afhending gagna

12:05-12:20     Fundur settur og hádegisverður borin fram

12:20-12:40     Hluti af góðu ferðalagi - hlutverk vefstjórans við innleiðingu á nýju vörumerki
                          Heiðar Örn Arnarson, Isavia

12:40-13:00     Roadmapping - stefnumótun og forgangsröðun verkefna
                          Einar Þór Gústafsson, Bókun

13:00-13:20     Verkefnastjórnun vefmála hjá Íslandsbanka
                          Droplaug Margrét Jónsdóttir, Íslandsbanki

13:20-13:40     Breyttar fréttavenjur á Íslandi
                          Sigmundur Ernir Rúnarsson, Hringbraut.is

13:40-14:00     Pallborðsumræður með fyrirlesurum                           

14:00                Fundarslit

Fundarstjóri: Ágústa Hrund Steinarsdóttir, Sendiráðið

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun.

Matseðill: Fylltar kalkúnabringur  með spinati og pekanhnetum. Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.



  • 4. maí 2016