Heilbrigðisráðstefnan
Heilbrigðisráðstefnan Á GRAND HÓTELI
Miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13 - 16
"Er heilbrigðiskerfið tilbúið fyrir rafræna framtíð"
Á síðustu árum hafa sprottið fram tækninýjungar sem auðvelda almenningi að fylgjast með eigin heilsu. t.d. með því að safna ýmsum heilsufarsmælingum, skrá hreyfingu og aðrar mikilvægar upplýsingar er tengjast lífsstíl. Oft á tíðum eru þetta upplýsingar sem gætu verið gagnleg viðbót við sjúkraskrá einstaklingsins. Á sama tíma hefur sú krafa orðið háværari um allan heim að einstaklingar geti haft auðveldan aðgang að sjúkraskrá sinni og átt samskipti við heilbrigðiskerfið með rafrænum hætti.
Hvernig er heilbrigðiskerfið búið undir þessar breytingar? Hvaða möguleikar standa einstaklingum nú til boða?
Þessum spurningum og mörgum öðrum verður leitast við að svara á Heilbrigðisráðstefnu Fókus.
12: 45 Afhending gagna
13:00 Setning - Opnunarávarp
Að lifa af umbreytingu í stafrænan heim
Ólafur Andri Ragnarsson, adjúnk við Háskólann í Reykjavík, frumkvöðull, fjárfestir og stjórnarmaður
13:20 Heilsugæsla á tímamótum
Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
13:40 Betri svefn – grunnstoð heilsu
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, Betri svefn
14:00 Patient access to healthcare data - A Global movement
Julian Ranger, Digi me
14:20 Kaffihlé
14:50 HappApp - andleg heilsuefling í appi
Helga Arnardóttir höfundur HappApp
15:10 Leikjavædd heilsuefling fyrir fyrirtæki og heilbrigðiskerfi
Erlendur Egilsson, þróunarstjóri hjá Sidekick Health
15:30 Samband sjúklings og læknis á nýrri öld
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala
15:50 Fyrirspurnir
16:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Ásta Thoroddsen
Undirbúningsnefnd: Fyrir hönd stjórnar faghópsins Fókus;
Anna Hafberg - TM Software, Birna Björg Másdóttir - LSH, Erla Björnsdóttir – Sak, Guðjón Vilhjálmsson - TM Software, Ingvar Hjálmarsson - Nox Medical og Lilja Björk Kristinsdóttir - Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 10.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 15.900 kr.
-
17. febrúar 2016