UT-dagurinn
Dagur upplýsingatækninnar 2015
26. nóvember á Grand hóteli kl. 10:30 - 17:00
Twitter: @SkyIceland #UTdagurinn
Dagskrá UT-dagsins í ár er tvíþætt; fyrir hádegi verður haldin málstofa um Upplýsingatæknina og lýðræðið og yfirskrift ráðstefnunnar eftir hádegi er Upplýsingatæknin alls staðar!
Í lok dagskrár verða kynntar niðurstöður úr könnuninni Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? og fjallað um öryggisúttekt á opinberum vefjum sem gerð var í fyrsta sinn í haust. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn.
ATHUGIÐ AÐ FYRIRLESTRAR VORU TEKNIR UPP OG ER AÐ FINNA Á VEF SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
Ef þú vilt skoða glærukynningar fyrirlesara getur þú smellt á heiti fyrirlesturs hér fyrir neðan
Málstofa um upplýsingatækniNA og lýðræðið
10:30-10:50 Samráðsgátt - hvernig verður borgarinn virkur þátttakandi í mótun samfélagsins?
Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent
10:50-11:10 Íbúar hafa orðið - reynslan af rafrænum íbúakosningum
Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
11:10-11:30 Að vefa lýðræðið hjá Reykjavíkurborg
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata
11:30-11:50 Að finna rödd stofnunar á samfélagsmiðlum
Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu
11:50-12:10 Opnum gögnin!
Tryggvi Björgvinsson, deildarstjóri upplýsingatækni og miðlunar hjá Hagstofu Íslands
12:10-12:30 Opnun fjármálagagna - ný gegnsæisgátt hjá Reykjavíkurborg
Halldóra Káradóttir, deildarstjóri í áætlunar og greiningardeild Reykjavíkurborgar
12:30-13:00 Hádegissnarl
Fundarstjóri: Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands
Verð á málstofuna fyrir hádegi er 5.500 kr. fyrir félagsmenn Ský og 8.900 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Upplýsingatæknin alls staðar!
13:00-13:15 Setningarávarp: Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
13:15-13:35 Landsátak í lagningu ljósleiðara
Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður starfshóps um fjarskipti
13:35-13:55 Houston...., we have a problem, or the necessity to innovate and the inability of management to do so
Drs A.W. Abcouwer, University of Amsterdam, Faculty of Science – Informatics Institute
13:55-14:15 Mun íslenskan lifa af 21. öldina?
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
14:15-14:40 Stefnan og aðgerðir í netöryggismálum
Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs
14:40-15:00 Kaffihlé
15:00-15:20 Öryggi opinberra vefja - úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga 2015
Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í tölvuöryggismálum
15:20-15:30 Umbætur á opinberum vefjum - Byggjum upp öryggismenningu
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
15:30-15:50 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? – Niðurstöður úttektar á vefjum ríkis og sveitarfélaga kynntar
Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjá
15:50-16:00 Viðurkenningar veittar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn
Dómnefnd: Marta Lárusdóttir, Rakel Pálsdóttir og Tinni Sveinsson
16:00-17:00 Léttar veitingar
Ráðstefnustjóri: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Verð á ráðstefnuna eftir hádegið fyrir félagsmenn Ský: 10.500 kr. og verð fyrir utanfélagsmenn: 15.900 kr.
-
26. nóvember 2015