Skip to main content

Hvað má birta á vef?

Hádegisfundur á Grand hóteli 
4. nóvember kl. 12 - 14

"Hvað má birta á vef?"

Twitter:@SkyIceland #BirtaVef

Vefstjórarar vinna mikið með myndir og þurfa því að vita sitthvað um myndir og myndanotkun, höfundarétt og hvar hægt er að finna myndir til að nota. En hver ber ábyrgð á myndunum á vefnum? Hver sér um að nýjar myndir séu teknar? Hver sér um að viðhalda samningum við ljósmyndara/módel og aðra? Hvaða tæki og tól eru vefstjórar að nota til þess að vinna með myndir?

Allir þeir sem áhuga hafa á vefmálum, myndanotkun og réttri myndanotkun á vef ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara.

Dagskrá:

11:50-12:05 Afhending gagna

12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40 Hvernig skal gæta höfundaréttar á netinu?
                      Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hjá Myndstef

12:40-13:00 Myndanotkun á samfélagsmiðlum
                      Kristín Elfa Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri hjá PIPAR\TBWA

13:00-13:20 Vefhönnuðurinn og myndanotkun
                      Jonathan Gerlach, hönnunarstjóri hjá Skapalóni

13:20-13:40 Að hverju þarf að huga í myndamálum?
                     Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri vef- og kynningarmála hjá Íslandsstofu

13:40-14:00 Pallborðsumræður

14:00            Fundarslit

Fundarstjóri: Andri Már Kristinsson, Landsbankinn.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps um vefstjórnun

Matseðill: Rósmarinkryddað lambalæri með gljáðu grænmeti, ofnbökuðum kartöfluteningum og bernaise sósu. Konfekt / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


20151104 132452
IMG 3045
IMG 3049
IMG 3052
IMG 3054
IMG 3063

  • 4. nóvember 2015