Þróun þráðlausra samskiptalausna
Hádegisfundur á Grand hóteli
19. nóvember 2014 kl. 12-14
“Þróun þráðlausra samskiptalausna”
Twitter: @SkyIceland #thradlaus
Nútíma farsímatækni fleygir fram eins og margir ættu að þekkja. Fyrir innan við 10 árum þótti 3G farsímatæknin allt of dýr til að lítið land á við Ísland myndi standa í uppbyggingu á slíkri tækni. Eitt símafélag reið á vaðið með uppbyggingu á 3G og annað félag fylgdi fast á eftir. Ekki tíu árum síðar eru alls 4 símafélög með úthlutað tíðnileyfi til að byggja upp arftaka 3G farsímatækninnar; 4G! Símaþjónustu, netþjónustu og sjónvarpsþjónustu í farsímann þekkja flestir ef ekki allir.
Á hádegisfundinum er ætlunin að kynna ögn önnur tækifæri og aðra möguleika í nýtingu farsímatækninnar í atvinnulífinu almennt. Hvernig er verið að nýta farsímatæknina nú þegar fyrir utan hefðbundnu þjónusturnar (far)síma, net og sjónvarp.
Fyrir alla sem áhuga hafa á hagnýtri nýtingu nútíma farsímatækni.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Er hægt að borga með símanum?
Skoðað verður hvernig hægt er að nota snjallsíma sem greiðslukort í stað hefðbundinna greiðslukorta úr plasti. Hvaða tækni þarf að koma til og hvaða leiðir eru í boði?
Borgar Erlendsson, Valitor
12:40-13:00 Undirskriftir og rafræn auðkenning
Fjallað verður um rafræn skilríki til auðkenninga og undirritana. Mismunandi leiðir eru til auðkenninga og eru rafræn skilríki á farsíma þar ört vaxandi. Rafrænar undirritanir eru orðnar mikilvægur þáttur í rafrænum viðskiptum í nágrannalöndum okkar og felast í þeim mikil tækifæri til lækkunar viðskiptakostnaðar. Á Íslandi eru dæmi um notkun rafrænna undirritana en búast má við að notkun þeirra vaxi ört á næstu árum.
Haraldur Bjarnason, Auðkenni
13:00-13:20 Rauntímaferilvöktun
Farið verður yfir raunverulegt dæmi um rauntímaeftirlit með hitastigi og staðsetningu sendinga. Í dæminu er íslenskur hugbúnaður, vélbúnaður og þjónusta nýtt til að leysa áskoranir sem fylgja eftirliti og flutningum á viðkvæmum eða verðmætum varningi.
Jón Birgir Gunnarsson, Controlant og Freyr Hólm Ketilsson, Vodafone
13:20-13:40 Rafrænar undirritanir, aukin þægindi
Fullgild rafrænar skilríki opna nýjan heim tækifæra í viðskiptum og rekstri fyrirtækja. Með því að nota rafræn skilríki til innskráninga og undirrituna er hægt að taka næsta skrefið í pappírslausu umhverfi en einnig tryggja aðgengi að upplýsingum og samskiptum óháð stað og stund.
Óskar Þór Þráinsson, AZAZO
13:40-14:00 Snjallsímagreiðslulausn
Pyngjan er app sem er hluti af snjallsímagreiðslulausn. Í erindinu verður fjallað um uppbyggingu og virkni kerfisins.
Dagný Halldórsdóttir, Pyngjan
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Snorri Petersen, Landsbankinn
Undirbúningsnefnd: Gunnar Bachmann Hreinsson, Efla verkfræðistofa og Theodór Carl Steinþórsson, Vodafone
Matseðill: Kjúklingabringa með sveppa og pekanhnetufyllingu, spínati, grænmeti og portvínssósu. Konfekt / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
-
19. nóvember 2014