Skip to main content

Nú vantar stefnuna

Hádegisfundur á Grand hóteli
21. maí kl. 12-13:30

"Nú vantar stefnuna!"

Twitter: @SkyIceland #NuVantarStefnuna

Skort hefur á heildstæða stefnu í net- og upplýsingaöryggismálum á Íslandi. Nú hafa stjórnvöld hrint af stað vinnu er snýr að mótun stefnu um net- og upplýsingaöryggi. Mikilvægur hluti þessarar vinnu er samráð við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að einkafyrirtæki og opinberar stofnanir komi að þessari vinnu og komi á framfæri hverjar áherslur þau telja mikilvægastar við þá vinnu.

Öryggishópur Ský stendur að hádegisfundi um þetta málefni. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram.

Dagskrá:

11:50-12:05        Afhending gagna

12:05-12:15        Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:15-12:35        Ávarp innanríkisráðherra
                           Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra

12:35-12:50        Hvað er mikilvægast frá sjónarhóli opinberra stofnana?
                           Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri

12:50-13:05        Hvað er mikilvægast frá sjónarhóli einkafyrirtækja?
                           Orri Hauksson, forstjóri Símans

13:05-13:20        Hvað er mikilvægast frá sjónarhóli borgaranna?
                           Friðrik Skúlason

13:20-13:30        Áskoranir og áherslur
                           Spjall fyrirlesara og fundargesta

13:30                  Fundarslit

Fundarstjóri: Hörður Helgi Helgason, Landslög og formaður faghóps Ský um öryggismál

Undirbúningsnefnd: Hörður Helgi Helgason – Landslög, Sigurður Másson – Advania, Bergsveinn Þórarinsson – Nýherji, Ingimar Örn Jónsson - RHÍ

MatseðillHumarsalat, pesto, sætar kartöflur, pecanhnetur, hvítlauksbrauð og sítrónurisotto í skeið. Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr.  


20140521 120737
20140521 120741
20140521 120845
20140521 121629
20140521 121638

  • 21. maí 2014