Skip to main content

Verðlaunavefir

Örkynningar á leiðinni heim...
Engjateig 9, kjallara (Verkfræðingahúsið)

þriðjudaginn 1. apríl kl. 16:30 - 18:00

"Hvernig verður verðlaunavefur til?"

Twitter: @SkyIceland #Verdlaunavefir

Vilja ekki allir læra að smíða verðlaunavef? Í þremur örkynningum fáum við innsýn í ferlið við smíði á þremur vefjum sem hafa allir hlotið viðurkenningu á síðustu mánuðum. Reykjavíkurborg fékk viðurkenningu fyrir besta sveitarfélagavefinn í könnun um opinbera vefi. Alvogen fékk verðlaun fyrir besta fyrirtækjavefinn meðal stærri fyrirtækja og Fjársýsla ríkisins fyrir aðgengilegasta vefinn á SVEF hátíðinni 2013.

Komdu við á leiðinni heim úr vinnunni, hlustaðu á stutt erindi og taktu þátt í umræðu meðal kollega. 

Dagskrá kl. 16:30 - 18:00:

Reykjavik.is
Hreinn Hreinsson, vefritstjóri

Fjs.is
Geir Thorsteinsson, vefstjóri

Alvogen.com
Þorfinnur Skúlason, vefstjóri

Umræður

Fundarstjóri: Steinunn Jónasdóttir, vefstjóri HR

Undirbúningur var í höndum stjórnar faghóps Ský um vefstjórnun.

Ókeypis fyrir félagsmenn Ský
aðrir greiða 1.000 kr. (posi á staðnum)



  • 1. apríl 2014