CERT-ÍS
Öryggishópur Ský hefur ákveðið að halda í vetur fundi sem nefndir hafa verið 'sellufundir'. Í stað almennra fræðslufunda fyrir almenning er hér um að ræða fundi ætluðum fagfólki í upplýsingaöryggi. Á fundina eru því boðaðir þeir sem skráðir eru í hópinn auk þeirra sem starfa í greininni eða sýnt hafa hópnum áhuga. Fundirnir verða með einföldu sniði: Tveir meðlimir hópsins halda 3-5 mín framsögu um efni fundarins þar sem þeir lýsa mismunandi sýn á efnið. Síðan er opnað fyrir umræður um efnið. Með þessum þrengri vettvangi fagfólks í greininni er ætlunin að veita meðlimum tækifæri til að tjá sig á opnari og faglegri hátt en alla jafna gefst á almennum fundum á vegum hópsins.
Fyrsti sellufundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 24. okt. 2012 kl. 12 - 13
Engjateigi 9, kjallara (Verkfræðingahúsið)
Fundarefni er „CERT-ÍS: Samráðsvettvangur, netöryggissveit“
Fundurinn hefst stundvíslega með framsögunum tveimur kl. 12 og lýkur á slaginu 13.
Flatbökur verða í boði og biðjum við alla félagsmenn að mæta með 1.000 kr. í púkkið en utanfélagsmenn greiða 1.500 kr.
-
24. október 2012