Skip to main content

Réttur til að vita...

Ráðstefna 28. september 
Nauthóli kl. 9 - 12

„Réttur til að vita ...“
„Hvar liggja mörk trúnaðar og upplýsingagjafar?“

Taktu þátt í umræðunni á Twitter:  @SkyIceland #Rettur

Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem  haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.

Lögð verður áhersla á þátt upplýsingatækninnar. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað felst í þessum degi?
- Hvað gera önnur lönd?
- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
- Hver er réttur almennings til upplýsinga?
- Hvernig er lagaumhverfið?
- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
- Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?

 Dagskrá:

08:50–09:00   Afhending ráðstefnugagna

09:00–09:40  Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindivið almenning?
                            Niðurstöður könnunar kynntar.

                            Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

09:40–10:00  Rétturinn til að þekkja eigin upplýsingar
                            Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur, Persónuvernd

10:00–10:20  Eru upplýsingalögin að virka? 
                           Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneyti                       

10:20–10:40  Kaffihlé 

10:40–11:00  Sjónarhorn “eiganda” gagna. Hvenær má veita upplýsingar og hvenær ekki?
                           Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans    

11:00–11:20  Hvað skráir lögreglan hjá sér og í hvað notar hún það?
                          Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum

11:20–11:40  Þjónusta ríkisskattstjóra
                           Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá ríkisskattstjóra

11:40–12:00  Bætt aðgengi að upplýsingum og samskiptum
                           Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, Íbúar ses

12:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd:  
Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands,Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Möller hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský

Verð fyrirfélagsmennSký: 4.900 kr.

Verð fyrirutanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðilautan vinnumarkaðar: 3.000 kr.

Hér er hægt að sjá dagskrá og glærur frá ráðstefnunni 2011


20120928 100412
20120928 100416
20120928 101939
20120928 101947
20120928 101959
20120928 114157
20120928 120026
20120928 120039
20120928 120041
Rettur1
Rettur2
Rettur3
Rettur4

  • 28. september 2012