Gagnaver á Íslandi
Ráðstefna á Grand hóteli 26. apríl kl. 8:30-12:00
"Hvaða gagn er af gagnaverum á Íslandi - fyrir Ísland?"
Tístið á Twitter: #gagnaver @SkyIceland
Mikið hefur verið rætt um gagnaver á síðustu árum um að þau séu mikilvæg okkar hagkerfi, atvinnulífi og upplýsingatækni iðnaði. Á ráðstefnunni verður velt upp spurningum eins og:
- Hverjir eru möguleikar Íslendinga til að nýta gagnaver fyrir virðisaukandi þjónustu og hvaða stuðningsþjónusta er til staðar fyrir þau ?
- Hvernig eru Ísland í stakk búið undir rekstur gagnavera með tilliti til jarðfræðilegra áhrifa?
- Höfum við þann mannafla og menntun sem þarf til að reka stór gagnaver á Íslandi?
Allir sem hafa áhuga á gagnaverum á Íslandi eiga erindi á ráðstefnuna.
Dagskrá:
08:30–08:45 Ávarp ráðherrra
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra
08:45-08:55 Ávarp Samtaka íslenskra gagnavera (DCI)
Ágúst Einarsson, DCI / TM Software
08:55-9:15 Reynslusaga frá IBM
Jan Kristian Nielsen, IBM Danmark
09:15-09:30 Hættumat vegna jarðskjálfta og eldgosa fyrir gagnaver á Íslandi
Kynntar verða helstu niðurstöður hættumats sem var unnið fyrir Íslandsstofu
Ari Guðmundsson, Verkís
09:30-09:45 Mannauður og menntun fyrir gagnaver á Íslandi
Kynntar verða niðurstöður könnunar nemenda í MPM námi sem gerð var
í samstarfi við Íslandsstofu
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, MPM nemi
09:45-10:00 Kaffihlé
10:00-10:30 Gagnaverin á Íslandi:
Hvers virði er gagnaver?
Eyjólfur Magnús Kristinsson, Advania Thor Data Center
Dæmi um erlenda fjárfestingu
Helgi Helgason, VerneGlobal
10:30-11:15 Virðisaukandi þjónusta við gagnaver:
Alþjóðleg RCDD vottun - eða séríslensk REDD-ing?
Steindór Björn Sigurgeirsson, Nordata
Tækifæri á tímum tölvuskýja
Áhrif gagnavera á íslensk þjónustufyrirtæki
Árni Þór Jónsson, Opin kerfi
Aukið virði ofar í keðjunni
Hvernig draga má úr áhættu fyrir erlenda viðskiptavini á sama tíma og
ávinningur íslenskra þjónustufyrirtækja er aukinn.
Helgi Björgvinsson, Nýherja
11:15-11:45 Grunnþjónusta fyrir gagnaver:
Til Íslands á 17 millisek.
Ómar Benediktsson, Farice
Lífæðin stækkar
Eva Magnúsdóttir, Mílu
11:45–12:00 Samantekt og umræður
12:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun
Undirbúningsnefnd: Guðmundur Arnar Þórðarson, Nýherja, Kolbeinn Einarsson, Advania og
Arnheiður Guðmundsdóttir, Ský
Þátttökugjald fyrir félaga í Ský: 9.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 11:500 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
12:15-13:00 Stofnfundur faghóps Ský um rekstur tölvukerfa
Strax á eftir ráðstefnunni verður stofnaður nýr faghópur innan Ský um rekstur tölvukerfa og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi hópsins að mæta á stofnfundinn og er hann að sjálfsögðu án endurgjalds.
-
26. apríl 2012