Hversu öryggir eru snjallsímar?
Hádegisfundur á Grand hótel 25. janúar kl. 12-14
"Hversu öryggir eru snjallsímar? "
Sjáðu umræðurnar á Twitter #oryggis
Öryggi borðtölva og fartölva er sígilt viðfangsefni fyrirtækja og einstaklinga sem heyja stöðuga baráttu við óværur og aðrar ógnir við upplýsingaöryggi þeirra. Nú er hins vegar svo komið að snjallsímar hafa að töluverðu leyti leyst þau tæki af hólmi og við sýslum með mikinn hluta okkar mikilvægustu gagna í snjallsímum. Því er afar brýnt að hugað sé að því hversu örugg þessi tæki eru. Öryggishópur Ský stendur því fyrir hádegisfundi um þetta málefni.
Í hópi fyrirlesara eru tveir af helstu öryggissérfræðingum heims, Dino Dai Zovi og Rich Smith. Nýttu þetta fágæta tækifæri til að heyra hver þeirra skoðun er á öryggi snjallsíma.
Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem taka þurfa ákvarðanir um upplýsingavinnslu í snjallsímum og öðrum sem áhuga hafa á snjallsímum og upplýsingaöryggi.
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:15 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:15-12:35 Vargar og vélmenni - öryggi og Android snjallsímar
Kjartan T. Hjörvar, CERT-ÍS
12:35-13:05 Apple iOS Security Evaluation:Vulnerability Analysis and Data Encryption
Dino Dai Zovi, Trail of Bits LLC
13:05-13:30 Pragmatic approaches to breaking mobile apps
Rich Smith, Kyrus
13:30-13:50 Eru forrit öruggari á SIM kortinu en í handtækinu?
Ólafur Páll Einarsson og Stefán Þorvarðarson, Símanum
13:50-14:00 Umræður og fundarslit
Fundarstjóri: Sæmundur E. Þorsteinsson, Skipti
Matseðill: Léttsaltaður þorskhnakki með kartöflumauki tómat/grænmetisgemolada
Kaffi / te og konfekt á eftir.
Undirbúningsnefnd: Svavar Ingi Hermannsson – KPMG, Hörður Helgi Helgason – Landslög, Stefán Snorri Stefánsson – Póst- og fjarskiptastofnun og Þorvarður Kári Ólafsson – Þjóðskrá Íslands
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr.
-
31. janúar 2012