Aðalfundur Fókus ásamt fræðslufundi
Fræðslufundur á vegum Fókus þann 1. desember 2011 kl. 16.15 – 17.-15
í húsnæði TM Software að Borgartúni 37
Fundurinn er ókeypis og opinn öllum – þarf ekki að skrá sig fyrirfram
Jóhanna F. Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur MS og verkefnastjóri þróunar og gæðamála á Heilbrigðisstofnun Vesturlands mun
halda erindi sem nefnist:
Rafræn sjúkraskrá á Heilbrigðisstofnun Vesturlands – sameining og samþætting
Hver er ávinningurinn?
Í upphafi árs 2010 þegar átta heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi voru sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Vesturlands varð til sameignleg rafræn sjúkraskrá fyrir allt svæðið. Farið verður yfir undirbúning, innleiðingu, samræmingu verklags og sagt frá hverju sameining sjúkraskránna hefur breytt nú tæpum tveimur árum síðar.
Að fræðslufundi loknum verða léttar kaffiveitingar og síðan verður boðið til aðalfundar Fókus kl. 17.20 – 18.00 á sama stað.
----------------------------------------------------------------------------------------
Aðalfundur Fókus félags í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
þann 1. des. 2011 kl. 17.20 -18.00 í sal TM Software að Borgartúni 37
Fundurinn er opinn félagsmönnum Ský sem eru í FÓKUS. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf skv. stofnsamþykktum Fókus.
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi breytingartillaga:
7. grein
Stjórn félagsins
Stjórn
félagsins skipa 5 félagar og tveir til vara kosnir á aðalfundi félagsins.
Formaður skal kosinn sérstaklega. Í stjórn eru auk formanns, ritari sem
jafnframt er varaformaður og þrír meðstjórnendur. Stjórnarmenn skulu kosnir til
tveggja ára og skulu ganga úr stjórn á víxl. Varamenn skulu kosnir til eins
árs. Ef stjórnarmaður gengur úr félaginu eða hættir stjórnarstörfum tekur varamaður
sæti hans. Stjórn félagsins skal vera þannig skipuð að hún endurspegli sem best
þekkingu og starfssvið félaga í félaginu. Sama skal gilda um varamenn.
Breytingartillaga:
7.
grein
Stjórn félagsins
Stjórn félagsins skipa 5 félagar og tveir til vara kosnir á aðalfundi félagsins. Formaður skal kosinn sérstaklega. Í stjórn eru auk formanns, ritari sem jafnframt er varaformaður og þrír meðstjórnendur. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára og skulu ganga úr stjórn á víxl. Varamenn skulu kosnir til eins árs. Ef stjórnarmaður gengur úr félaginu eða hættir stjórnarstörfum á starfsárinu tekur varamaður sæti hans. Komi upp sú staða að stjórnarmaður þarf að víkja eftir eitt ár í stjórn, skal kjósa stjórnarmann til eins árs í hans stað áður en gengið er til kosninga um aðra stjórnarmeðlimi. Stjórn félagsins skal vera þannig skipuð að hún endurspegli sem best þekkingu og starfssvið félaga í félaginu. Sama skal gilda um varamenn.
Samkvæmt samþykktum
Fókus skal kjósa um eftirfarandi sæti og er óskað eftir framboðum í þau:
a) formann - aðeins kosið til eins árs
b) tvo menn í aðalstjórn - til 2 ára
c) tvo varamenn - kosnir til eins árs
Bent skal á að skv. stofnsamþykktum Fókus skal samsetning stjórnar og varastjórnar endurspegla sem best þekkingu og starfssvið félaga í faghópnum.
Þeir sem hafa
áhuga á að gefa kost á sér í stjórnina eru vinsamlegast beðnir að láta Valgerði
vita sem fyrst og senda stutta ferilskrá.
Valgerður
Gunnarsdóttir formaður Fókus
valgerdur.gunnarsdottir@vel.is
-
1. desember 2011