Skip to main content

UT-dagurinn

Ath. því miður féll niður fyrirlestur frá Borger.dk vegna eldgossins í Grímsvötnum.  
 

Ráðstefnan er haldin í tilefni af degi upplýsingatækninnar og verður athyglinni beint að vefgáttum opinberra aðila í dagskrá dagsins.

Yfirmaður Borger.dk, sem er þjónustuvefur danskra ríkisstofnana og sveitarfélaga, mun segja frá þróun hans og framtíðaráformum Dana um netþjónustu.

Einnig verður sagt frá nýjungum og breytingum á Ísland.is, en verkefnið fluttist til Þjóðskrár Íslands um síðustu áramót.

Opnuð verður ný Menntagátt, sagt frá framsæknum verkefnum hjá Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg, fjallað um tæknina bak við tjöldin og kynnt áform um aukna samvinnu ríkis og sveitarfélaga um opinberar vefgáttir.

Að ráðstefnunni standa forsætisráðuneyti,
Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands.

              12:45 Afhending ráðstefnugagna

              13:00 Ávarp: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra

                          13:15 Kvartett – þjónusta í boði Ísland.is

           Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Þjóðskrár Íslands

              13:40 Tæknin bak við tjöldin:

             „Er það eitthvað o’ná brauð?“ - Samvirkni í rafrænni þjónustu

           Arnaldur F. Axfjörð, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu 

              Rafræn framkvæmd almannatrygginga innan EES – 
           milli stofnana og yfir landamæri 

           Hermann Ólason, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

 

           Sjálfvirkni og hagræðing í upplýsingatæknikerfum Reykjavíkurborgar

           Hjörtur Grétarsson, upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar

14:25 Kaffi

                          14:55 Opnun nýrrar Menntagáttar Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra

            Kynning á nýrri Menntagátt

            Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá mennta-    
            og menningarmálaráðuneytinu

           Tryggvi Björgvinsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

              15:20 Betri Reykjavík – Sjálfbært gegnsæi

           Hreinn Hreinsson, vefritstjóri Reykjavíkurborgar
           Gunnar Gestsson, Íbúar Samráðslýðræði

15:40 Frá vorskipum að tölvuskjánum
           Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar

              16:00 Ísland.is - tækifæri til samstarfs og framþróunar
                         Guðríður Arnardóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

              16:15 Ráðstefnuslit

 

         Ath. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga eru hljóðupptökur af öllum fyrirlestrunum.


Ráðstefnustjóri: Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu

Undirbúningsnefnd: Guðbjörg Sigurðardóttir – forsætisráðuneytinu, Anna G. Björnsdóttir –
Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Arnheiður Guðmundsdóttir – Skýrslutæknifélaginu,
Guðfinna B. Kristjánsdóttir – Garðabæ, Halla Björg Baldursdóttir – Þjóðskrá Íslands,
Hermann Ólason – Tryggingastofnun, Hjörtur Grétarsson – Reykjavíkurborg

  Verð fyrir félagsmenn Ský 9.500 kr.
  Verð fyrir utanfélagsmenn 11.500 kr.
  Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.500 kr.

 



  • 25. maí 2011