Opinn hugbúnaður - eða ekki?
Opinn hugbúnaður - eða ekki ?
Hádegisverðarfundur þann 27. október á Grand Hótel
Rædd verða ýmis sjónarhorn ásamt kostum og göllum opins hugbúnaðar
Opinn hugbúnaður – eða ekki ?
Ráðstefna á Grand Hótel þann 27. október kl. 12 – 14
Skýrslutæknifélag Íslands efnir til ráðstefnu um opinn hugbúnað. Margir er að velta því fyrir sér hvort eigi að taka hann upp eða ekki og verður reynt að veita innsýn inn í reynsluheim þeirra sem þegar hafa kannað málið, bæði notenda og fyrirtækja. Mikið hefur verið rætt um opinn hugbúnað hjá stjórnsýslunni en hér verður áhersla á sýn atvinnulífsins og reynslusögur sagðar.
Reynt verður að svara eftirtöldum spurningum:
- Er hagkvæmt að taka upp opinn hugbúnað ?
- Hvaða þjónusta er í boði fyrir þá sem taka upp opinn hugbúnað ?
- Kostir og gallar fyrir notendur ?
- Hvernig er best að standa að upptöku á opnum hugbúnaði ?
- Hver er munurinn á opnum hugbúnaði og ókeypis hugbúnaði ?
Þetta er viðburður sem allir stjórnendur, fjármálastjórar, kerfisstjórar og aðrir, sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um ýmis atriði sem skipta máli við ákvörðun um hvort taka skuli upp opinn hugbúnað eða ekki, mega ekki missa af.
11:55 – 12:10 |
Skráning fundargesta |
12:10 – 12:15 |
Setning fundarins Glærur --> hér |
12:15 – 12:25 |
”Ekki vera svona lokaður” Glærur --> hér |
12:25 – 12:35 |
”Open Sourcing á Idega CeSM kerfinu” Glærur --> hér |
12:35 – 12:45 |
”Opinn hugbúnaður - áherslur og sýn Opinna kerfa” Glærur --> hér |
12:45 – 12:55 |
”Opinn hugbúnaður – sýn og þjónusta Kögunar” Glærur --> hér |
12:55 – 13:05 |
” Staðan í dag og hvað skal gera” Glærur --> hér |
13:05 – 13:15 |
“Opinn hugbúnaður í framhaldsskóla – sýn og reynsla” Glærur --> hér |
13:15 – 13:25 |
“Opinn hugbúnaður - fyrstu skrefin” Glærur --> hér |
13:25 - 13:35 |
”Tölur eða trúarbrögð ?” Glærur --> hér |
13:35 – 14:00 |
Samantekt fundarstjóra, umræður og fundarslit |
Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, Reykjavíkurborg
Undirbúningsnefnd: Halla Björg Baldursdóttir, Forsætisráðuneyti, Guðfinna B.Kristjánsdóttir, Garðabæ, Hjörtur Grétarsson, Reykjavíkurborg, Samúel J. Gunnarsson, Skýrr og Arnheiður Guðmundsdóttir, Skýrslutæknifélaginu
Matseðill: Fiskitvenna með tómötum, ólífum og hvítlauk að hætti Grand, heimabakað brauð, kaffi og konfekt
Þátttökugjaldfyrir félagsmenn Ský er 3.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 4.900 kr.
Þátttökugjaldfyrir nemendur gegn framvísun námsskírteinis 2.500 kr.
-
27. október 2009