Ísland í fallsæti?
Ísland í fallsæti?
Hádegisverðarfundur Ský um rafræna opinbera þjónustu á
Grand Hótel Reykjavík 4. mars 2008
kl. 12:00 - 14:00
Hver er staða Íslands í rafrænni opinberri þjónustu?
Hvaða mælikvarðar eru lagðir til grundvallar í fjölþjóðlegum samanburði ?
Er Ísland í fallsæti og hvað er þá til ráða?
Hvernig viljum við hafa opinbera vefþjónustu?
Hvaða tækifæri eru í stöðunni?
Á fundinum verður farið yfir hvernig lagt er mat á rafræna opinbera þjónustu í fjölþjóðlegum samanburðarkönnunum og hver staða Íslands hefur verið. Þá verður kallað eftir viðbrögðum ríkisvaldsins og stærsta sveitarfélagsins við því sem virðist vera óásættanleg staða Íslands þegar kemur að framboði á rafrænni opinberri þjónustu á Íslandi og leitað leiða til þess að breyta núverandi ástandi.
Dagskrá
12:00 | Skráning fundargesta |
12:15 | Fundurinn settur og hádegisverður borinn á borð |
12:35 | Rafræn opinber þjónusta - matsaðferðir og staða Íslands. Eggert Ólafsson, MPA, fer yfir helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar sinnar. -glærur- |
13:00 | Viðbrögð ríkisvaldsins: Hvað er til ráða og hvert viljum við stefna? Guðfinna S. Bjarnadóttir, Alþingismaður og fulltrúi stefnumótunarnefndar ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2008 – 2011 - glærur- |
13:20 | Viðbrögð stærsta sveitarfélagsins: Hvað er boðið upp á og hverju ætlum við að breyta? Álfheiður Eymarsdóttir, þjónustustjóri Reykjavíkurborgar -glærur- |
13:40 | Panell, fyrirspurnir og umræður Bragi L. Hauksson hjá Tryggingastofnun, Guðbjörg Sigurðardóttir hjá forsætisráðuneytinu, Haukur Arnþórsson hjá HÍ og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði taka þátt ásamt frummælendum. |
13:55 | Lokaorð, fundi slitið |
Fundarstjóri Indriði H. Þorláksson
Fundarmönnum gefst einnig kostur á að sækja um ókeypis rafræn skilríki og lesara fyrir fundinn sem þeir fá síðan afhent á fundinum gegn framvísun gildra persónuskilríkja. Umsóknir þurfa að berast á netfangið pkipilot@audkenni.is fyrir hádegi mánudaginn 3. mars. Nánari upplýsingar eru á http://skilriki.is/thjonustuveitendur/utgefendur-skilrikja/tilraunaverkefni/
Á matseðlinum er:
Ofnbakaður léttsaltaður þorskur, tómatur, basil, ólívur, hvítlaukur og kartöflubaka og með kaffinu er vanillu, mokkaískaka með berjakjarna, súkkulaðisósu, þeyttum rjóma og ávöxtum.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 6.900 kr.
Undirbúningsnefnd Eggert Ólafsson og Guðfinna B. Kristjánsdóttir
-
4. mars 2008