Microsoft og Deutsche Telekom semja um IP-sjónvarp
Fyrirtækin tvö hafa samið um að símafyrirtækið muni nota sjónvarpstækni Microsoft, fyrir IP-dreifingu á efni. DT mun hefja dreifingu um VDSL-línur í nokkrum borgum á árinu en Microsoft hefur samið við aðra aðila víðsvegar um Evrópu um að nota IPTV-tækni sína.