Skip to main content

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. nóvember 2008 verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í 13. sinn.
Árið 2006 efndi Námsgagnastofnun í samvinnu við málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til nýyrðasamkeppni meðal skólabarna og er skemmst frá því að segja að sú samkeppni tókst mjög vel og bárust margar skemmtilegar tillögur.
Í tengslum við dag íslenskrar tungu 2008 hefur verið ákveðið að bregða aftur á leik og blása til annarrar nýyrðasamkeppni fyrir börn í 5.–7. bekk. Íslensk málnefnd, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Námsgagnastofnun og Skýrslutæknifélag Íslands standa að samkeppninni í þetta sinn.
Veggspjald með upplýsingum um tilhögun keppninnar mun berast í alla skóla í byrjun nóvember. Einnig munu á sama tíma birtast á vef Námsgagnastofnunar www.nams.is – Í dagsins önn nánari upplýsingar um keppnina ásamt hugmyndum að verkefnum sem hægt er að vinna að á degi íslenskrar tungu.