Skip to main content

social network

Nefndin fékk fyrir skömmu spurningu um hvað mætti kalla á íslensku það sem á ensku heitir social network. Á vefsetrinu www.wikipedia.org fann ég upplýsingar um þetta fyrirbæri sem virðist vera samskiptavettvangur fyrir fólk sem hefur sameiginleg áhugamál eða stundar líka starfsemi. Notaður er sérstakur hugbúnaður og samskiptin eru á veraldrarvef. Menn geta spjallað, skipst á skilaboðum og tölvuskeytum, skipst á myndum og talað saman, notað sameiginlegar skrár, bloggað og sett upp margs konar vefþing.

Tillaga nefndarinnar var að kalla social network netklúbb og gsocial networking gæti verið netklúbbastarfsemi.

Einn nefndarmanna, Baldur Jónsson, hefur um um nokkurt skeið haldið fram orðinu kólfur fyrir klúbb en orðið klúbbur er tökuorð. Netklúbbur yrði þá netkólfur og netklúbbastarfsemi yrði netkólfastarfsemi. Baldur ritaði um orðin kúbbur og kólfur í greininni „Bréf til Otttós A. Michelsen“ sem birtist fyrst í tímariti Íslenskrar málnefndar Málfregnum, 6.2. Bls. 21-24.
Greinin var síðan endurprentuð í ritinu Málsgreinar sem er afmælisrit Baldurs Jónssonar, gefið út af Íslenskri málnefnd 2002.